Slasaðist við Gígjökul

Gígjökull
Gígjökull mynd/Verkfræðistofan

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins frá Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slasaðrar ferðakonu við Gígjökul á Þórsmerkurleið. Svo virðist sem grjót hafi hrunið úr jöklinum og lent á konunni.

Lögregla og sjúkralið eru einnig á leið á staðinn en reikna má að björgunarmenn þurfi að flytja konuna í sjúkrabíl á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert