60% þarfnast aðstoðar

Sigurveig segir rannsóknir sínar hafa sýnt að það eru konurnar …
Sigurveig segir rannsóknir sínar hafa sýnt að það eru konurnar sem rækta tengslin milli kynslóðanna og þá koma mun fleiri konur að umönnun aldraðra nákominna en karlar, s.s. eiginkonur og dætur. mbl.is/Kristinn

Eldra fólk sem býr í heimahúsi fær meiri aðstoð frá ættingjum og vinum en frá opinberum aðilum en tæplega 60% einstaklinga eldri en 65 ára þurfa á aðstoð að halda við eina eða fleiri athafnir daglegs lífs.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sigurveigar H. Sigurðardóttur, sem hún varði við háskólann í Jönköping í Svíþjóð, 3. mars síðastliðinn.

Í umfjöllun og viðtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að tilgangur doktorsverkefnis Sigurveigar var m.a. að kanna hvers konar þjónustu eldra fólk sem býr heima þarfnast og hverjir það eru sem hana veita en athygli vekur að konur eru í miklum meirihluta meðal þeirra sem sinna umönnun eldra fólks og þá sérstaklega eiginkonur og dætur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »