Verri staða en spár ráðgerðu

Fljótsdalsstöð.
Fljótsdalsstöð. mbl.is/Steinunn
<span>Óvenjulegt veðurfar í vetur hefur leitt til þess að staða í miðlunarlónum </span><span>Landsvirkjunar á Norður- og Austurlandi er verri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi vetrar.</span><span> <span>Þetta kemur fram á vef Landsvirkjunar.</span></span> <span><br/></span> <span>Vatnshæð Blöndulóns er nú 467,94 metrar yfir sjávarmáli, en það gerðist síðast árið 1999 og fór þá lónið lægst í 466,19 m.y.s. </span> <span><br/></span> <span>Vatnshæð Hálslóns er nú í 576,23 m.y.s en hefur áður lægst farið í 580,69 m.y.s. en það var 13. maí árið 2009. </span> <span><br/></span> <span>Vatnshæð í Þórisvatni er nú í 565,85 m.y.s. en leita þarf allt til ársins 1999 til að finna lægri stöðu en þá fór vatnshæðin niður í 562,54 m.y.s.</span> <span><br/></span> <span>„Af þessum sökum hefur Landsvirkjun dregið úr raforkuvinnslu í Blöndustöð og Fljótsdalsstöð eins og kostur er og þess í stað aukið vinnslu í aflstöðvum á vatnasviði Tungnaár og Þjórsár. Flutningskerfi Landsnets takmarkar hinsvegar verulega svigrúm til orkuflutnings milli landshluta. Slík takmörkun kemur illa niður á rekstri raforkukerfisins við núverandi aðstæður,“ segir í tilkynningu.</span>

Alcoa Fjarðaál beðið um að draga úr orkunotkun

<span>Þá segir, að veðurspár geri ráð fyrir einhverjum hlýindum á hálendinu um helgina, en síðan sé gert ráð fyrir kólnandi veðri og ekki útlit fyrir breytingu þar á </span><span>fyrr en eftir miðjan mánuð.</span> <span><br/></span> <span>Í ljósi stöðunnar og þess að beðið sé vorleysinga með nokkurri óþreyju hefur Landsvirkjun</span><span> </span><span>óskað eftir því</span><span> </span><span>við Alcoa Fjarðaál að draga tímabundið</span><span> </span><span>úr orkunotkun.</span> <span><br/></span> <span><a href="/frettir/innlent/2013/05/08/raforkuafhending_skert/" target="_blank">Raforkuafhending skert fyrir norðan og austan</a><br/></span>
mbl.is

Bloggað um fréttina