Gunnar Bragi verður utanríkisráðherra

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti á fundi sínum í kvöld tillögu formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, um það hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn flokksins og Sjálfstæðisflokks.

Gunnar Bragi Sveinsson verður utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir verður félagsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Þá verður Sigmundur Davíð forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert