Annar veruleiki í Evrópusambandinu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í ávarpi við setningu Alþingis að kosningarnar hefðu skilað mikilvægum boðskap um stjórnarskrá Íslands og skýrri niðurstöðu um framtíðarskipan lýðveldisins. Afgerandi meirihluti þingmanna væru bundnir heiti um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins.

Ólafur sagði að það hefði verið eðlilegt á sínum tíma að líta til Evrópu en nú blasi við annar veruleiki í Evrópusambandinu. Enginn viti hvernig það þróast og Evrusvæðið búi við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu.

Þá hafi viðræðurnar við ESB gengið afar hægt og hafi staðið lengur en viðræðurnar við Svíþjóð og Finnland gerðu. Þá hafi málsmetandi menn sannfært hann um að ekki sé ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á að ljúka viðræðunum. Og ástæðurnar eru frá sjónarhóli sambandsins sjálfs. Noregur hafi fellt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu tvívegis og það væri áfall fyrir Evrópusambandið ef Ísland gerði það einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert