Héraðsdómur fellst ekki á kröfur Grundar

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund höfðaði málið í þeim tilgangi að ...
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund höfðaði málið í þeim tilgangi að fá úrskurði heilbrigðisráðherra hnekkt. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjavíkur fellst ekki á ógildingarkröfu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar,sem krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður heilbrigðisráðherra þar sem staðfest var ákvörðun Lyfjastofnunar um að leyfa ekki innflutning heimilisins á tilgreindum lyfjum frá Noregi.

 Viðurkenningarkröfum sem Grund hafði einnig uppi í málinu var vísað frá dómi.

Grund keypti á árinu 2008 lyf frá Noregi sem það fékk ekki afgreidd úr tolli. Það kom til af því að áritun Lyfjastofnunar vantaði á reikning fyrir lyfjunum. Grund óskaði eftir áritun Lyfjastofnunar á reikninginn 26. ágúst 2008 en hún fékkst ekki þar sem stofnunin taldi að ekki væri um lyf að ræða sem hefðu markaðsleyfi á Íslandi.

Með ákvörðun Lyfjastofnunar 20. október 2008 var innflutningur lyfjanna talinn óheimill þar sem hann full­nægði ekki skilyrðum reglugerðarum innflutning og heildsöludreifingu lyfja sem sett hafi verið með stoð í 49. gr. lyfjalaga. Með úrskurði heilbrigðisráðuneytisins 18. janúar 2010 var ákvörðun Lyfjastofnunar staðfest.

Grund höfðaði málið í þeim tilgangi að fá úrskurðinum hnekkt. Dvalarheimilið taldi að framangreind ákvæði reglugerðarinnar um innflutning og heildsöludreifingu lyfja ættu ekki við um Grund enda séu lyfin aðeins ætluð til notkunar fyrir vistmenn heimilisins en ekki til heildsölu eða frekari dreifingar. Einnig krafðist Grud þess að viðurkennt yrði með dómi að heimilið uppfylli skilyrði fyrir því að vera undanþeginn skyldu um áletrun á íslensku vegna innflutnings lyfja sem Lyfjastofnun tilgreindi í kröfugerð sinni í málinu. Einnig að viðurkennt yrði með dómi að Grund fullnægi öllum skilyrðum laga og stjórnsýslufyrirmæla til að honum sé heimilt að flytja sömu lyf til landsins frá Noregi.   

Í dómi héraðsdóms segir, að líta verði svo á að innflutningur Grundar á umræddum lyfjum hafi ekki verið heimill samkvæmt úrskurðinum þar sem skilyrði um markaðsleyfi samkvæmt lyfjalögum hafi ekki verið talin fyrir hendi. Þessu hafi ekki verið  hnekkt af hálfu Lyfjastofnunar. Í úrskurðinum sé ekki byggt á því að Grund hafi ekki uppfyllt skilyrði framangreindra ákvæða reglugerðarinnar. Úrskurður ráðuneytisins verði því ekki felldur úr gildi með vísan til þeirrar málsástæðu Grundar að ákvæði reglugerðarinnar eigi ekki við um lyfjainnflutning heimilisins enda geti þau ekki skipt máli þegar litið til þeirra forsendna sem hafi legið til grundvallar úrskurðinum. Framan­greind máls­ástæða Grundar hafi því ekki þýðingu í þessu sambandi og komi þar með ekki frekar til álita við úrlausn málsins.   

Þá segir, að Grund telji að heimilið hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar verði til þess á grundvelli lyfjalaga og regluverks EES-samningsins sem um málið gildi við innflutning lyfjanna frá Noregi, þ.á m. hafi hann sýnt fram á að hin innfluttu lyf hefðu markaðsleyfi hér á landi. Grund telji að liggja þurfi fyrir hvort lyfin hafi markaðsleyfi á Íslandi en heldur því jafnframt fram að Lyfjastofnun hafi ítrekað viðurkennt að lyfin hefðu slíkt markaðsleyfi.

„Þegar litið er til þess sem komið hefur fram í málinu um það að ekki liggi fyrir upplýs­ingar sem staðfesti nægilega að um sömu lyf sé að ræða og þau sem hafa markaðsleyfi hér á landi eða að þau séu nákvæmlega eins eða sambærileg lyfjum sem hafa markaðsleyfi á Íslandi verður ekki fallist á þessa málsástæðu stefnanda. Stefnandi þykir ekki hafa sýnt fram á að lyfin hafi markaðsleyfi á Íslandi en telja verður að sönnunarbyrði um það hvíli á honum. Stefnandi þykir heldur ekki hafa sýnt fram á að í úrskurði heilbrigðisráðherra hefðu verið gerðar allt of strangar sönnunar­kröfur til stefnanda í málinu. Verður með vísan til þessa ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að hann hafi uppfyllt kröfur sem gerðar verði til hans samkvæmt ofangreindum reglum að þessu leyti. Ber því að hafna kröfu stefnanda um að úrskurðurinn verði fellur úr gildi á þeim grundvelli,“ segir héraðsdómur.

„Við munnlegan málflutning kom fram af hálfu stefnanda að reglur sem giltu á þessu réttarsviði væru misvísandi. Við þær aðstæður hefði stefndi ríkari leiðbeiningarskyldu gagnvart stefnanda en ella varðandi innflutninginn. Af hálfu stefnda var því mótmælt að þessi málsástæða kæmist að í málinu þar sem hún væri of seint fram komin. Þessi málsástæða stefnanda hafði ekki komið fram áður í málinu og hefur stefnandi ekki rökstutt hana frekar. Sama gildir um þá málsástæðu stefnanda, sem ekki kemur fram í stefnu og hefur ekki verið rökstudd nánar af hálfu stefnanda, að stefndi hefði átt að leyfa samhliða innflutning lyfjanna. Með vísan til þessa verður ekki fallist á að máls­ástæður stefnanda, sem að þessu lúta, komi frekar til álita við úrlausn málsins.

Þar sem ekki hefur verið fallist á röksemdir stefnanda fyrir því að fella beri úrskurð heilbrigðisráðherra úr gildi ber að sýkna stefnda af þeirri kröfu stefnanda,“ segir ennfremur.

mbl.is

Innlent »

Skiptir engu hvort þingmenn segi satt

12:02 „Þingmenn verða núna hræddari við að segja sannleikann um mögulega spillingu,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn nefndarmanna í forsætisnefnd Alþingis. Forsætisnefnd hefur fallist á niðurstöðu siðanefndar þess efn­is að Þór­hild­ur S. Ævars­dótt­ir hafi brotið siðaregl­ur þingmanna. Meira »

Fjórir höfundar til Gautaborgar

12:02 Fjórir rithöfundar; Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn munu taka þátt í bókamessunni í Gautaborg í haust en hún er stærsta og um leið fjölsóttasta bókamessa Norðurlanda. Meira »

Til marks um að samningar standist

11:41 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir að veðjað hafi verið á að vaxtalækkanir væru í kortunum við gerð lífskjarasamninga ASÍ og SA í vor. Því sé vaxtalækkunin nú til marks um að markmið samninganna um að bæta lífskjör vinnandi fólks á breiðum grunni hafi gengið eftir. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

11:21 Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu jögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir voru handteknir fyrr í mánuðinum. Meira »

Þurrkar minnka tekjur veiðihúsa

11:12 Þurrkatímabilið sem staðið hefur hér á landi í maí og júní hefur haft slæm áhrif á veiði í helstu veiðiám landsins, og veiðihúsin verða af tekjum vegna þessa. Meira »

Ný stjórnendastefna ríkisins kynnt

11:07 Ný stjórnendastefna ríkisins sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út er fyrsta heildstæða stefnan um starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana. Stefnunni er ætlað að vera liður í því að efla stjórnun hjá ríkinu, vinna að betri þjónustu við samfélagið sem miðar að því að bæta lífskjör í landinu. Meira »

Ráðherra fylgir Hafró í öllu

11:02 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu næsta fiskveiðiár. Er þar í öllu fylgt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Íslensk stjórnvöld á réttri leið

10:57 Íslensk stjórnvöld eru á réttri leið með að styrkja stjórn­kerfi Íslands til þess að draga úr hætt­unni á spill­ingu og óviðeig­andi fram­göngu í starf­semi stjórn­valda og lög­gæslu­stofn­ana. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá GRECO, hópi ríkja gegn spill­ingu á vett­vangi Evr­ópuráðsins. Meira »

Vaxtalækkun fagnaðarefni en ekki óvænt

10:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtalækkun Seðlabankans, sem kynnt var nú í morgun, eigi ekki að koma á óvart. Helstu tíðindi væru þau að lækkunin hafi ekki verið meiri en raun bar vitni. Meira »

Töluvert um umferðarlagabrot á Suðurnesjum

10:14 Allmörg umferðarlagabrot hafa komið á borð lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Ökumaður sem var stöðvaður í hraðakstri var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Mikil aðsókn í tölvuleikjanám

10:12 Alls bárust 92 umsóknir í nýja námsleið til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð hjá Keili. „Það má segja að aðsóknin sé framar væntingum þar sem þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem þetta nám er í boði,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. Meira »

Kastaðist sjö metra af mótorhjóli

09:33 Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi um helgina eftir mótorhjólaslys.   Meira »

Meirihlutinn telur sig búa við öryggi

08:34 Fólk á leigumarkaði telur sig ekki jafn öruggt á húsnæðismarkaði og þeir sem búa í eigin húsnæði en heilt yfir virðist húsnæðisöryggi vera nokkuð mikið á Íslandi en 85% landsmanna telja sig búa við það. Meira »

Reyna aftur við Belgíu

08:30 Fiskiskipin tvö sem sigla á frá Ísafirði til Belgíu, Ísborg ÍS 250 og Hera ÞH 60, þar sem þau verða rifin í brotajárn, þurftu að snúa við í fyrrinótt vegna bilunar í rafmagni. Meira »

Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

08:18 Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi. Þetta staðfestir dr. Meira »

„Vildum óska að hún hefði aldrei komið“

07:57 Listaverkið „Orbis et Globus“, átta tonna steinkúla sem hefur verið kennileiti heimskautsbaugsins á Grímsey síðan haustið 2017 hefur verið milli tannanna á fólki í bænum frá því hún var færð á eyjuna. Meira »

Færri bóka ferðir á síðustu stundu

07:37 Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bókað ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns Úrvals-Útsýnar. Hún segir þó að salan á sólarlandaferðum hafi verið mjög góð í sumar og ívið betri en í fyrra. Meira »

Fer í 22 stiga hita

07:01 Spáð er björtu og hlýju veðri á austanverðu landinu í dag og fer hitinn hæst í 22 gráður. Aftur á móti er dálítil væta vestan til og bætir í úrkomu þar í kvöld. Meira »

Handteknar með fíkniefni og þýfi

06:09 Tvær ungar konur voru handteknar á fimmta tímanum í nótt í Breiðholti fyrir að fara inn í bifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þær í annarlegu ástandi með fíkniefni og þýfi meðferðis. Þær eru báðar vistaðar í fangageymslum lögreglunnar. Meira »
Óska eftir íbúð til leigu.
Óska eftir lítilli íbúð til leigu (25fm+) allt frá stúdíó til 2 herbergja íbúð. ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...