Sækýrnar hefja sundið

Sækýrnar. Ragnheiður Valgarðsdóttir, Sigrún Þuríður Geirsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir, Birna …
Sækýrnar. Ragnheiður Valgarðsdóttir, Sigrún Þuríður Geirsdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir, Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Kristín Helgadóttir og Kristbjörg Rán Valgarðsdóttir Arngrímur Sigmarsson

Sundhópurinn Sækýrnar hóf boðsund yfir Ermarsundið í morgun. Í hópnum eru sex konur á aldrinum 40-50 ára sem hafa stundað sjósund lengi, og með í för eru fararstjóri og kvikmyndagerðarkona sem er að vinna að heimildamynd um afrekið.

Konurnar átta héldu til Dover á Englandi aðfaranótt fimmtudagsins og er reiknað með því sundið taki 16 til 17 klukkustundir. Hópurinn ætlar þó ekki að láta sér nægja að synda frá Englandi yfir sundið því ef veðrið er gott þegar komið er að Frakklandsströndum, þá ætla sundgarparnir að synda tilbaka.

Nái hópurinn markmiði sínu verður hann fyrsti íslenski boðsundshópurinn, sem stendur aðeins saman af konum, sem lýkur áfanganum.

Allur ágóði af sundi hópsins fer til styrktar MS félaginu. Tekið er á móti frjálsum framlögum og geta áhugasamir lagt inn á reikning 0515-14-407491, kt. 551012-0420.

Frétt mbl.is: Voldugar Sækýr synda Ermarsund

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert