Mál Snowdens ekki til þingnefndar

Uppljóstrarinn Edward Snowden.
Uppljóstrarinn Edward Snowden. AFP

Alþingi felldi tillögu þess efnis að senda mál bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowdens til þingnefndar. Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmenn Pírata, greindu frá því í ræðustól Alþingis að formleg umsókn Snowdens um íslenskan ríkisborgararétt hefði borist.

Við atkvæðagreiðslu voru 33 þingmenn á móti tillögunni en 21 kaus með henni. Þá sátu fimm hjá og einn þingmaður var fjarverandi.

Umræður standa enn yfir á Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert