Sníður stjórninni þröngan stakk

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég held að það megi nú í fyrsta lagi segja að þessi ákvörðun forseta skapar ríkisstjórnarmeirihlutanum afar lítið svigrúm til að lækka þetta gjald með varanlegum hætti þegar að nýtt frumvarp um veiðigjöld verður lagt fram á næsta þingi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.

Tilefnið er sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að staðfesta lög um lækkun veiðigjalds.

Árni Páll rökstyður þá skoðun sína að staðfesting laganna skapi ríkisstjórnarmeirihlutanum lítið svigrúm í málinu svo:

„Vegna þess að forsetinn tekur það sérstaklega fram í þessum rökstuðningi að hér sé um tímabundna löggjöf að ræða. Hann gefur sér reyndar að lækkun veiðigjalds sé lægri en hún er. Hann talar um 3 milljarða en það er auðvitað aðeins talan fyrir það hálfa ár sem er eftir af þessu ári. Þetta eru auðvitað nærri 6,5 milljarðar á ári sem er verið að afsala þarna.

Þetta eru auðvitað umtalsverðar fjárhæðir en hann [forsetinn] gefur sér að þetta sé óveruleg fjárhæð og einungis til eins árs. Það er forsenda ákvörðunarinnar. Af því má ráða að svigrúm stjórnvalda til að ganga lengra með því annaðhvort að afsala þjóðinni slíkum fjárhæðum til langframa, eða afsala umtalsverðum fjárhæðum í veiðileyfagjaldi, sé lítið,“ segir Árni Páll og vísar til þess mats að veiðigjöldin lækki um 6,5 milljarða á næsta ári vegna breytinganna á lögunum.

Hissa á forsetanum

Fram kom í svari Ólafs Ragnars við spurningu Ingveldar Geirsdóttur blaðakonu að hann hefði síðan hann var fjármálaráðherra ekki gert greinarmun á gjöldum og sköttum. Öll opinber gjöld væru í eðli sínu skattar.

Árni Páll gagnrýnir þessa túlkun forsetans.

„Svo vekur athygli að forsetinn skuli ekki gera efnislegan greinarmun á veiðigjaldi og sköttum. Það er auðvitað grundvallarmunur á auðlindagjaldi, gjaldi fyrir notkun á sameiginlegum auðlindum og aðstöðu, og sköttum. Það myndi ekki nokkrum manni detta í hug að kalla sérleyfi til fólksflutninga skatt eða aðra forréttindaaðstöðu sem öllum finnst eðlilegt að sé greitt fyrir.

Með nákvæmlega sama hætti felur veiðigjaldið í sér sérleyfi til nýtingar á auðlind sem er takmörkuð og verður ekki öðrum veitt. Þar af leiðandi er það algjörlega fráleitt að kalla þetta skatt. Ég er svolítið hissa á að forsetinn hafi ekki sterkari fræðilegan grunn fyrir ákvörðun sinni hvað varðar vísan til allra þeirra miklu fræða sem lúta að skilgreiningu á auðlindarentu og afmörkun hennar og nauðsyn þess að hún sé innheimt í eðlilegu efnahagsumhverfi,“ sagði Árni Páll.

Viðmið forsetans á reiki

- Forsetanum voru afhentar 35.000 undirskriftir núna, eða fleiri en þegar tekist var á um fjölmiðlalögin 2004. Hefurðu skoðun á því hvort forsetinn hefði átt að fara að vilja þessa hóps í veiðigjaldamálinu?

„Viðmiðin sem lúta að allri umgjörð þessara beiðna [um að vísa málum í þjóðaratkvæði] eru að mínu mati mjög á reiki hjá forsetanum. Hann hefur áður vísað í þjóðaratkvæði máli með færri undirskriftum. Hann segir núna að þetta mál hafi ekki verið alvöru átakamál vegna þess að við búum svo vel núna að eiga málefnalega stjórnarandstöðu sem hefur ekki áhuga á því að efna til málþófs að óþörfu. Það virðist vera sem að forsetinn líti á málþóf á Alþingi Íslendinga sem forsendu með einhverjum hætti fyrir beitingu þessarar heimildar. Það þykir mér vera mikil nýlunda og hlýtur auðvitað að vera veruleg áminning til stjórnarandstöðu um að endurhugsa málefnalega framgöngu á Alþingi Íslendinga.

Við þurfum kannski að velta fyrir okkur hvort það sé yfir höfuð stjórnskipunarlegt svigrúm fyrir stjórnarandstöðu til að vera jafn málefnaleg og yfirveguð og við vorum á sumarþingi, hvort að það sé beinlínis gerð krafa til okkar um að ganga fram með öðrum hætti af hálfu forseta,“ segir Árni Páll Árnason. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikið blæddi úr höfði mannsins. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...