Sníður stjórninni þröngan stakk

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég held að það megi nú í fyrsta lagi segja að þessi ákvörðun forseta skapar ríkisstjórnarmeirihlutanum afar lítið svigrúm til að lækka þetta gjald með varanlegum hætti þegar að nýtt frumvarp um veiðigjöld verður lagt fram á næsta þingi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.

Tilefnið er sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að staðfesta lög um lækkun veiðigjalds.

Árni Páll rökstyður þá skoðun sína að staðfesting laganna skapi ríkisstjórnarmeirihlutanum lítið svigrúm í málinu svo:

„Vegna þess að forsetinn tekur það sérstaklega fram í þessum rökstuðningi að hér sé um tímabundna löggjöf að ræða. Hann gefur sér reyndar að lækkun veiðigjalds sé lægri en hún er. Hann talar um 3 milljarða en það er auðvitað aðeins talan fyrir það hálfa ár sem er eftir af þessu ári. Þetta eru auðvitað nærri 6,5 milljarðar á ári sem er verið að afsala þarna.

Þetta eru auðvitað umtalsverðar fjárhæðir en hann [forsetinn] gefur sér að þetta sé óveruleg fjárhæð og einungis til eins árs. Það er forsenda ákvörðunarinnar. Af því má ráða að svigrúm stjórnvalda til að ganga lengra með því annaðhvort að afsala þjóðinni slíkum fjárhæðum til langframa, eða afsala umtalsverðum fjárhæðum í veiðileyfagjaldi, sé lítið,“ segir Árni Páll og vísar til þess mats að veiðigjöldin lækki um 6,5 milljarða á næsta ári vegna breytinganna á lögunum.

Hissa á forsetanum

Fram kom í svari Ólafs Ragnars við spurningu Ingveldar Geirsdóttur blaðakonu að hann hefði síðan hann var fjármálaráðherra ekki gert greinarmun á gjöldum og sköttum. Öll opinber gjöld væru í eðli sínu skattar.

Árni Páll gagnrýnir þessa túlkun forsetans.

„Svo vekur athygli að forsetinn skuli ekki gera efnislegan greinarmun á veiðigjaldi og sköttum. Það er auðvitað grundvallarmunur á auðlindagjaldi, gjaldi fyrir notkun á sameiginlegum auðlindum og aðstöðu, og sköttum. Það myndi ekki nokkrum manni detta í hug að kalla sérleyfi til fólksflutninga skatt eða aðra forréttindaaðstöðu sem öllum finnst eðlilegt að sé greitt fyrir.

Með nákvæmlega sama hætti felur veiðigjaldið í sér sérleyfi til nýtingar á auðlind sem er takmörkuð og verður ekki öðrum veitt. Þar af leiðandi er það algjörlega fráleitt að kalla þetta skatt. Ég er svolítið hissa á að forsetinn hafi ekki sterkari fræðilegan grunn fyrir ákvörðun sinni hvað varðar vísan til allra þeirra miklu fræða sem lúta að skilgreiningu á auðlindarentu og afmörkun hennar og nauðsyn þess að hún sé innheimt í eðlilegu efnahagsumhverfi,“ sagði Árni Páll.

Viðmið forsetans á reiki

- Forsetanum voru afhentar 35.000 undirskriftir núna, eða fleiri en þegar tekist var á um fjölmiðlalögin 2004. Hefurðu skoðun á því hvort forsetinn hefði átt að fara að vilja þessa hóps í veiðigjaldamálinu?

„Viðmiðin sem lúta að allri umgjörð þessara beiðna [um að vísa málum í þjóðaratkvæði] eru að mínu mati mjög á reiki hjá forsetanum. Hann hefur áður vísað í þjóðaratkvæði máli með færri undirskriftum. Hann segir núna að þetta mál hafi ekki verið alvöru átakamál vegna þess að við búum svo vel núna að eiga málefnalega stjórnarandstöðu sem hefur ekki áhuga á því að efna til málþófs að óþörfu. Það virðist vera sem að forsetinn líti á málþóf á Alþingi Íslendinga sem forsendu með einhverjum hætti fyrir beitingu þessarar heimildar. Það þykir mér vera mikil nýlunda og hlýtur auðvitað að vera veruleg áminning til stjórnarandstöðu um að endurhugsa málefnalega framgöngu á Alþingi Íslendinga.

Við þurfum kannski að velta fyrir okkur hvort það sé yfir höfuð stjórnskipunarlegt svigrúm fyrir stjórnarandstöðu til að vera jafn málefnaleg og yfirveguð og við vorum á sumarþingi, hvort að það sé beinlínis gerð krafa til okkar um að ganga fram með öðrum hætti af hálfu forseta,“ segir Árni Páll Árnason. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þjálfarinn starfar áfram

08:15 Norski þjálfarinn sem lagði Hólmfríði Magnúsdóttur í einelti og beitti kynferðislegri áreitni mun halda núverandi þjálfarastarfi sínu. Þetta kemur fram í frétt norska blaðsins VG Meira »

Enn lokað um Víkurskarð

06:58 Nú í morgunsárið er að lægja sunnanlands og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Víkurskarð er enn lokað. Meira »

Slysvaldur væntanlega ölvaður

06:52 Ökumaður sem ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri skammt frá Hádegismóum í síðustu viku er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Miklar tafir urðu á umferð enda margir á leið til vinnu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Meira »

Ófærð og vonskuveður

05:54 Allhvöss eða hvöss austanátt verður fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vindinn í kvöld og er spáð hvassviðri eða stormi á morgun með snjókomu. Viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533330
Meyjarnar Álfabakka 12, sími 533 3305...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...