Auka flokkun sorps í tvískipta sorpbíla

mbl.is/Brynjar Gauti

Komið er að endurnýjun sorpbíla í borginni. Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs um að kaupa svokallaða tvískipta sorpbíla.

„Nú erum við farin í aukna hirðu á flokkuðu sorpi og teljum hagkvæmara að hafa bílana tvískipta,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða.

Pappír verður hirtur í annað hólfið og blandað sorp í hitt, en hingað til hefur sorphirða farið fram á tveimur mismunandi bílum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »