Hlaup í Vestari Jökulsá

Frá Vestari Jökulsá í Skagafirði
Frá Vestari Jökulsá í Skagafirði Bakkaflöt

Veðurstofunni barst tilkynning í gærmorgun um óvenjulegan grágruggugan lit á Vestari Jökulsá í Skagafirði (á upptök í NV-Hofsjökli) og að væg brennisteinslykt væri af ánni. Mælir Veðurstofunnar við Goðdalabrú staðfestir aukið rennsli í ánni, þó það sé ekki mikið.

Við nánari skoðun vatnamælingamanna í morgun kom í ljós að leiðni við upptök árinnar við Sátujökul var yfir eðlilegum mörkum. Sterk brennisteinslykt er á svæðinu. Benda athuganir til að jarðhitavatn hafi blandast jökulvatni og að um lítið jökulhlaup sé að ræða. Lítil jökulhlaup á þessum slóðum eru þekkt. Upptök jarðhitavatnsins eru í Hofsjökli, en nánari staðsetning bíður frekari skoðunar.

Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri upptökum árinnar á meðan hlaupið stendur yfir, samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindasviði Veðurstofunnar.

Frá Vestari Jökulsá í Skagafirði
Frá Vestari Jökulsá í Skagafirði Bakkaflöt
Frá Vestari Jökulsá í Skagafirði
Frá Vestari Jökulsá í Skagafirði Bakkaflöt
Vatnið í Vestari Jökulsá í Skagafirði var mjög gruggugt í …
Vatnið í Vestari Jökulsá í Skagafirði var mjög gruggugt í gær Bakkaflöt
mbl.is