Heimssýn heldur makrílhátíð

Heimssýn býður upp á grillaðan makríl á sunnudag
Heimssýn býður upp á grillaðan makríl á sunnudag

Heimssýn harmar framgöngu Evrópusambandsins í makríldeilu þeirra við Íslendinga, þá sérstaklega hótanir þeirra um að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum, samkvæmt fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Í tilefni þess að fulltrúar strandríkjanna (Íslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins) hittast í Reykjavík um helgina munu samtökin Heimssýn efla til makrílhátíðar á Ingólfstorgi í Reykjavík fyrir framan skrifstofur Evrópusambandsins klukkan 14-17 sunnudaginn 8. september.

Þá mun Heimssýn bjóða gestum og gangandi upp á grillaðan íslenskan makríl til þess að mótmæla fyrirhuguðum aðgerðum Evrópusambandsins og hótunum þeirra í garð Íslendinga,“ segir í tilkynningu frá Heimssýn.

mbl.is

Bloggað um fréttina