Vændiskaupandinn sætir ákæru

Vændi.
Vændi.

Maðurinn sem sóttist eftir að kaupa vændi af 16 ára stúlku í fyrra en var svikinn hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Þetta staðfestir ríkissaksóknari. Samkvæmt 2. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að heita greiðslu fyrir vændi barns undir 18 ára aldri.

Greint var frá málinu á mbl.is á föstudag. Stúlkan komst í samband við karlmann í gegnum vefsíðuna einkamal.is og bauð honum vændi gegn greiðslu fjármuna. Hún mælti sér mót við manninn og óskaði eftir því að hann greiddi henni 20 þúsund krónur og að hann myndi rétta henni peningana í gegnum glugga á bíl hans. Eftir að maðurinn reiddi fjárhæðina fram tók stúlkan til fótanna og hljóp á brott.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að ákæra stúlkuna fyrir fjársvik en Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá þar sem vændiskaup njóta ekki réttarverndar. 

Ekkert sagði í úrskurðinum um afdrif málsins að öðru leyti en nú hefur Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfest við mbl.is að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vændiskaupin. Hann á því yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert