Verða bornir burt af lögreglu

Fjölmennt lögreglulið er nú í Gálgahrauni þar sem mótmælendur haf safnast saman. Lögreglan hefur borið nokkra þeirra burt af svæðinu en þeir mótmæla lagningu nýs Álftanesvegar.

Heimildir mbl.is herma að í kringum fjörutíu lögreglumenn úr mannfjöldastjórnunarsveit lögreglunnar séu á staðnum en lögreglan hefur meðal annars lokað Álftanesveginum fyrir almennri umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert