Dómar Hraunavina skilorðsbundnir

Mótmælendur í Gálgahrauni.
Mótmælendur í Gálgahrauni. Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur skilorðsbatt dóma yfir níumenningum vegna mótmæla gegn framkvæmdum við nýjan Álftanesveg um Gálgahraun í október 2013. Mótmælendurnir höfðu verið dæmdir til að greiða 100.000 kr. sekt en Hæstiréttur frestaði ákvörðun refsinga um tvö ár. Það þýðir að þeir þurfa ekki að greiða sektirnar haldi þau skilorð og falla þær niður að tveimur árum liðnum.

Níumenningarnir sem ákærðir voru fyrir mótmælin í Gálgahrauni í Garðabæ, voru allir dæmdir til þess að greiða 100 þúsund króna sektir í ríkissjóð í Héraðsdómi Reykjaness síðasta haust. Ella sæti þau fangelsi í átta daga.

Dómarnir yfir þeim í héraði öllum hljóðuðu eins og var þeim einnig gert að greiða málskostnað málsins, 150 þúsund krónur hvert.

Fólkinu, tveimur körlum og sjö konum, var gefið að sök að hafa ekki farið að ítrekuðum fyrirmælum lögreglu er það mótmælti lagningu Álftanesvegar í Garðahrauni í október 2012 en það var beðið um að yfirgefa vinnusvæðið.

Níumenningunum er öllum gefið að sök að hafa brotið lögreglulög, n.t.t. gerst brotlegir við 19. grein laganna, sem snýst um skyldu til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hún er svohljóðandi:

„Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“

mbl.is