Ellefta manninum vísað úr landi

mbl.is/Sigurður Bogi

Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa Norðmanni úr landi sem lögreglan á Suðurnesjum tók til skoðunar á landamærum í dag, en maðurinn var grunaður um að tengjast vélhjólasamtökum. Þetta er 11. maðurinn sem verður vísað úr landi í tengslum við vélhjólasamtökin Devils Choice.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun maðurinn yfirgefa landið á morgun með fyrstu vél til Óslóar í Noregi.

Fram hefur komið að auk Norðmannsins tók lögreglan á Suðurnesjum Dana til skoðunar á landamærum í dag. Báðir mennirnir komu til landsins með flugi í dag. Það var hins vegar ákveðið að hefta ekki för Danans eftir að hættumat barst frá greiningardeild ríkislögreglustjóra.

Lögreglan með Norðmann til skoðunar

mbl.is