Kynferðisbrot talin mesta vandamálið

Kynferðisbrot gegn börnum voru í brennidepli fjölmiðla í ársbyrjun 2013 ...
Kynferðisbrot gegn börnum voru í brennidepli fjölmiðla í ársbyrjun 2013 og í kjölfarið sögðust flestir álíta kynferðisbrot mesta vandamálið í afbrotum. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslendingar álíta kynferðisbrot vera alvarlegasta vandann í afbrotum hér á landi árið 2013, samkvæmt nýrri rannsókn. Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar hófust sem fíkniefnabrot eru ekki talin alvarlegasti vandinn

Jónas Orri Jónasson, meistaranemi í félagsfræði, hefur unnið samanburðarrannsókn um viðhorf Íslendinga til afbrota á árunum 1989-2013, undir leiðsögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings.

Niðurstöðurnar kynnti Jónas á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í dag og sendi um leið frá sér ritstýrða grein um efnið.

E-taflan og stór fíkniefnamál höfðu áhrif

Þar kemur fram að töluverðar breytingar hafa orðið milli ára á því hvaða afbrot er talið mesta vandamálið hér á landi. Algengast er að fíkniefnaneysla sé álitin mesta vandamálið, en í sex könnunum sem gerðar voru yfir tímabilið 1989-2013 nefnir a.m.k. þriðjungur Íslendinga fíkniefnaneyslu sem alvarlegasta vandann.

Mest var það helmingur þjóðarinnar, árin 1997 og 2002, sem áleit neyslu fíkniefna mesta vandamál afbrota. Jónas kemst að þeirri niðurstöðu að árið 1997 hafi verið mikið siðfár í samfélaginu vegna komu e-töflunnar til Íslands. Auk þess hafi á þessum tíma komið reglulega upp stór fíkniefnamál, sem hlutu mikla umfjöllun í fjölmiðlum, og gætu hafa ýtt undir áhyggjur af fíkniefnavandanum.

Dagleg umfjöllun um barnaníð í janúar 2013

Árið 2013 mælist í fyrsta sinn annað afbrot alvarlegra en fíkniefnavandinn, því samkvæmt könnun sem framkvæmd var í febrúar og mars, töldu 36% þjóðarinnar kynferðisbrot vera mesta vandamálið hér á landi, á meðan 33% nefndu fíkniefnaneyslu.

Jónas telur ástæðuna vafalítið vera þá miklu umræðu sem varð í þjóðfélaginu í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um barnaníð. Í janúar birtu fjölmiðlar daglega fréttir um barnaníð og voru þessi brot því í brennidepli.

Konur óttast kynferðisbrot, karlar efnahagsbrot

Áhugavert, en kannski ekki óvænt, er að sjá að töluverður munur er milli kynja á hvað hvaða afbrot eru talin mesta vandamálið. Bæði kyn líta á fíkniefnaneyslu sem mikið vandamál, en öll árin frá 1989-2013 telja konur kynferðisbrot meira vandamál heldur en karlar gera. Árið 2013 töldu 41% kvenna kynferðisbrot mesta vandamálið, en 32% karla.

Afstaðan snýst svo við þegar litið er á efnahagsbrot, því fleiri karlar en konur nefna slík brot sem mesta vandamál afbrota. Munurinn er mestur árin 2012 og 2013, eða rúmlega 10 prósentustig. Í ár töldu 24% karla efnahagsbrot vera mesta vandamálið, á móti 13% kvenna.

Jónas bendir á að þessi munur stafi líklega af því að algengara er að konur verði fórnarlömb kynferðisafbrota en karlar. Rannsóknir hafa sýnt að sá ótti vegur þungt í öryggiskennda kvenna.

Karlar telja sig frekar örugga en konur

Í þessu samhengi má geta þess að samkvæmt rannsókn Jónasar töldu 85% Íslendinga sig mjög eða frekar örugga eina á gangi að næturlagi í sínu byggðarlagi, en töluverður munur er þó á öryggiskennd kynjanna. Karlar telja sig mun frekar örugga eina á gangi en konur, því um 40% karla telja sig mjög örugga en aðeins um 22% kvenna.

Margt bendir til þess að fjölmiðlar hafi talsverð áhrif á viðhorf almennings til afbrota. Hér að ofan hafa verið nefnd dæmi um auknar áhyggjur af fíkniefnaneyslu og kynferðisbrotum í framhaldi af mikilli fjölmiðlaumfjöllun um slík mál.

Svipað er uppi á teningnum þegar horft er til efnahagsbrota og fjársvika. Áhyggjur af slíkum brotum ná vissum toppi árið 2012, þegar alls 31% svarenda töldu brot af því tagi vera mesta vandamálið hér á landi. Í síðustu mælingum á undan, árin 2002 og 1997, töldu aðeins um 5% svarenda efnahagsbrot mesta vandamálið.

Á heildina litið telja Íslendingar afbrot vera mikið vandamál í samfélaginu, en þó hefur aðeins dregið úr þeirri afstöðu. Árið 1994 töldu 88% Íslendinga afbrot mjög eða frekar mikið vandamál hér á landi, en 84% árið 2012.

Niðurstöður rannsókna Jónasar Orra Jónassonar og Helga Gunnlaugssonar um viðhorf Íslendinga til afbrota má nálgast á Skemmunni.

Lögreglan að störfum. 84% Íslendinga telja afbrot mjög eða frekar ...
Lögreglan að störfum. 84% Íslendinga telja afbrot mjög eða frekar mikið vandamál hér á landi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Innlent »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiluskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »

Sundhöllin ekki friðuð

07:37 Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi. Meira »

Met slegið í söfnun áheita

07:34 Alls hafa 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag í 35. sinn. Aldrei áður hafa jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið, auk þess sem það stefnir í metfjölda í svokölluðu þriggja kílómetra skemmtiskokki. Ljóst er enn fremur að metið í söfnun áheita, frá því í fyrra, hefur þegar verið slegið. Meira »

Í eigu erlendra félaga

05:30 Flugvélafloti WOW air samanstendur af 20 flugvélum sem flestar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu. Meira »

Skuldir í borginni aukast

05:30 Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur samþykkt endurskoðaða fjárfestingaráætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018. Dagur B. Meira »

Kosið um skipulag á Selfossi í dag

05:30 Íbúakosningar verða á Selfossi í dag. Greidd verða atkvæði um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins.   Meira »

Aldrei of seint að byrja að vera með

05:30 Pálína Bjarnadóttir, elsti þátttakandinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk með fjölskyldu og vinum. Meira »

Öflug jarðvegssög flýtir fyrir lögnum

05:30 „Þetta er sög sem sagar ofan í jarðveg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf., en fyrirtækið var að festa kaup á 38 tonna jarðvegssög fyrir 120 milljónir króna. Meira »

Laugar ætla að stækka við Lágafell

05:30 Laugar ehf. hafa samið við Mosfellsbæ um að fá að reisa 900 fermetra viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina Lágafell. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir samninginn fela í sér góða viðbót við Íþróttamiðstöðina Lágafell, þar sem Laugar leigi nú aðstöðu fyrir líkamsræktarstöð sína. Meira »

20 milljónir vegna umframafla

05:30 Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlíloka losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð.   Meira »

Vannærðir kettlingar í pappakassa

Í gær, 23:25 Í dag kom dýravinur með læðu og fimm kettlinga hennar í Kattholt, en kettlingarnir höfðu fundist í pappakassa við ruslatunnur í Reykjanesbæ og læðan þar í grenndinni. Frá þessu er greint á vef Kattholts og brýnt fyrir kattaeigendum að sýna ábyrgð. Meira »
Hjólabækurnar eru vestfirskt framtak!
Höfundur Ómar Smári í Garðaríki á Ísafirði: Vestfirðir Vesturland Suðvestu...
Antik.!!! Bílkasettutæki og hátalarar
Til sölu antik Clarion bílkasettutæki, ónotað enn í kassanum. Verð kr 10000.. E...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...