Íslendingar sjá ekki leikinn á vef RÚV

Reyni Íslendingar erlendis að horfa á leik Íslands og Króatíu …
Reyni Íslendingar erlendis að horfa á leik Íslands og Króatíu á RÚV á mun þessi sjón blasa við þeim.

Ekki er hægt að horfa á leik Íslands og Króatíu á vef RÚV erlendis frá vegna sýningarréttarmála. Eigandi sýningaréttarins er fyrirtækið sport Sport five sem situr á sjónvarpsrétti fyrir marga af vinsælustu íþróttaviðburðum heims.

Þetta staðfesti íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson í samtali við mbl.is. Benti hann jafnframt á að hægt er að horfa á leikinn í 18 erlendum sjónvarpsstöðum.

Að sögn Einars hafa margir Íslendingar sett sig í samband við RÚV til þess að fá að vita hvar þeir geta horft á leikinn.

18 sjónvarpsstöðvar sýna leikinn

Hér að neðan má sjá lista af þeim sjónvarpsstöðum þar sem hægt er að horfa á fyrri leikinn sem fram fer á föstudag á Laugardalsvelli. Meðal annars má sjá hann í Malasíu, Singapúr, Kína, Búrma, Japan og Ástralíu. Síðari leikurinn fer svo fram í Króatíu á þriðjudag. 

Canal+
Truevision/Cineplex Thailand
IMG
ZDF
Astro Malaysia
Starhub Singapore
Madison China
STL Media Myanmar
Setanta Australia
TV4 Sport Sweden
SNTV
Supersport
ESPN
GolTV
Fuji Japan
Straightforward in Sport
Sport TV Portugal
Al Jazeera

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert