Húsleit á heimilum Outlaws-liða

Mynd/outlawsmc.no

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði á heimilum tveggja meðlima í Outlaws-vélhjólagenginu í vikunni. Á báðum stöðum var lagt hald á lítilræði af ætluðum fíkniefnum.

Eins var leitað í félagsaðstöðu Outlaws, en þar var lagt hald á bifhjól, sem reyndist vera stolið. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is