5,3 milljörðum meiri tekjur

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir breytingartillögur við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2013 sem nema lækkun gjalda samtals upp á rúmlega 1,9 milljarða og hækkun tekna upp á rúmlega 3,9 milljarða á rekstrargrunni.

Áætlað er nú að innheimta tekna skili meiri tekjum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu sjálfu og nemur hækkunin 5,3 milljörðum króna. Þetta skýrist aðallega af heldur betri innheimtu á síðari hluta ársins en gert var ráð fyrir.

„Þannig hækkar tekjuáætlun vegna fjármagnstekjuskatts, virðisaukaskatts og tekjuskatts lögaðila samtals um 5,9 milljarða kr.,“ segir í nefndarálitinu. Þar á móti kemur minni innheimta vörugjalda og lækkun vaxtatekna ríkissjóðs. „Á heildina litið gera breytingartillögur nefndarinnar ráð fyrir um 5,8 milljörðum kr. hagstæðari heildarjöfnuði en gert er ráð fyrir í frumvarpinu sjálfu,“ segir í álitinu, sem fjallað er nánar um í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert