Kennarar vilja meiri hækkun

mbl.is/ÞÖK

Björg Bjarnadóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, segir þau kjör sem samið var um milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins ekki vera til viðmiðunar þegar kennarar koma að samningsborðinu eftir áramót.

Samningar grunn-, framhalds- og leikskólakennara losna eftir áramót. „Ég sé ekki að samningur ASÍ og SA verði eitthvað sem við getum notað sem viðmið. Kennarar þurfa verulegar lagfæringar á sínum launum ef laun kennara eru borin saman við laun annarra háskólamenntaðra starfsmanna,“ segir Björg.

Í samningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er leitast við að halda verðbólgu innan verðbólgumarkmiða Seðlabankans. Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, telur að samningurinn sem náðist um helgina muni stuðla að því að verðbólga fari hratt minnkandi á komandi mánuðum. að því er fram kemur í fréttaskýringu um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »