Baltasar: „Ekki eyðileggja RIFF“

Leikstjórinn Baltasar Kormákur.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

Leikstjórinn Baltasar Kormákur er afar ósáttur við þá ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta beinum stuðningi við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF).

„Mér finnst þetta skammarleg aðför að þessari hátíð, sem hefur ekki gert neitt annað en að breiða út fagnaðarerindið fyrir Reykjavíkurborg,“ segir Baltasar, sem á sæti í stjórn RIFF, í samtali við mbl.is.

Líkt og mbl.is hefur greint frá, fór menningar- og ferðamálaráð borgarinnar að tillögu Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) um að styrkja ekki RIFF á næsta ári. Lagði BÍL til að hátíðin Heimili kvikmyndanna skyldi fá átta milljónir á næsta ári.

„Ég vil að Besti flokkurinn sýni í verki að hann sé öðruvísi en aðrir pólitískir flokkar og viðurkenni að hann hafi gert mistök og bakki út úr þessu; þeir bæti í og geri vel við hátíðina,“ segir Baltasar og bætir við að hann vilji einnig sjá ríkið styðja við bakið á RIFF.

10 ára uppbyggingarstarf

Að baki RIFF liggi 10 ára uppbyggingarstarf sem nú sé verið að kasta á glæ. „Þeim [borgaryfirvöldum] hefði verið nær að leggja meira í hátíðina og gera þetta betur. Allar borgir með sjálfsvirðingu eru með góða kvikmyndahátíð -  sérstaklega höfuðborgir,“ segir Baltasar.

Hann bendir á að uppbyggingarstarfið hafi kostað mikla vinnu og tíma sem hafi skilað árangri, en hann bendir á að leikstjórar og listamenn á borð við Quentin Tarantino, Susan Bier, Costa-Gavras og Milos Forman hafi verið gestir RIFF.

Þá segir Baltasar að Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, hafi fengið Helgu Stephenson, sem er ein af stofnendum kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, til ráðgjafar í tengslum við RIFF auk annarra sérfræðinga.

„Svo eru allt í einu einhverjir krakkar í Bíó Paradís sem eru betur liðin, og þá er sagt að umsóknin þeirra hafi verið betur unnin. Þetta er svo fáránlegt. Þú ert með tíu ára sögu og þú tekur ekki ákvörðun um kvikmyndahátíð eins og um einhvern atburð sé að ræða sem sé metinn út frá listrænu gildi eða hversu áhugaverð umsóknin er. Í umsókninni liggur 10 ára saga.“ 

Ekki upplýst hvers vegna umsókn RIFF var hafnað

Baltasar segir borgaryfirvöld skýla sér á bak við álit BÍL, en hann segir að það hafi aldrei verið greint nánar frá því hvað þar komi fram.

Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði, að ráðið hefði eingöngu farið eftir tillögum faghóps Bandalags íslenskra listamanna um styrkveitingar til menningarmála fyrir næsta ár en hann skipa Gunnar Hrafnsson, Ólöf Nordal, Randver Þorláksson, Magnea J. Matthíasdóttir og Valdís Óskarsdóttir.

Gunnar Hrafnsson sagði í sömu frétt að faglegar forsendur hefðu legið að baki úthlutuninni en hann vildi ekki tjá sig sérstaklega um það af hverju umsókn RIFF var hafnað. 

„Pólitískt sull“

Að sögn Baltasars hafa borgaryfirvöld verið með ýmiskonar dylgjur gagnvart Hrönn, t.d. um samstarfsörðugleika af því að hún vilji ekki semja við Bíó Paradís. „Það að blanda saman rekstri á kvikmyndahúsi og kvikmyndahátíð er alls ekki heppileg samsetning,“ segir hann.

„Þetta lítur allt út fyrir að vera einhverjar átyllur og afsakanir fyrir einhverju pólitísku sulli sem þeir [borgaryfirvöld] eru að standa fyrir.“

Aðspurður kveðst hann ósáttur við þau svör sem hann hafi fengið eftir samtöl við borgaryfirvöld í tengslum við málið. Svörin séu mjög loðin og persónuleg. Hann segir að Hrönn hafi brugðist við öllum athugasemdum sem hafa borist, m.a. um að styrkja stjórn RIFF, en Baltasar tók nýverið sæti í stjórninni.

Menn eiga að ræða málin og bæta samstarfið

„Ég hef staðið með Hrönn í gegnum þetta í 10 ár. Mér finnst þetta vera ómerkileg aðför að henni og hennar starfi,“ segir Baltasar. 

„Þó að þetta sé eitthvað sem þeir [Reykjavíkurborg] eru ekki hundrað prósent sáttir við, ekki eyðileggja þetta. Menn eiga miklu frekar að setjast niður og ræða málin og bæta samstarfið,“ segir hann að lokum.

Frá setningu RIFF árið 2012.
Frá setningu RIFF árið 2012. mbl.is/Golli
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. mbl.is/Kristinn
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag

14:09 Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag vegna veðurs. Þetta segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við mbl.is. „Það er mjög slæmt í sjóinn á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar,“ segir Ólafur en ákvörðunin um að ekki yrði siglt í dag var tekin fyrir skemmstu. Meira »

Strætó útaf við Hvalfjarðargöngin

13:52 Strætó fór útaf veginum við Hvalfjarðargöngin laust fyrir klukkan 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var vagninn á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur og nýkominn úr Hvalfjarðargöngunum með tíu farþega innanborðs þegar hann fór út af skammt frá Blikdalsá. Meira »

Gætu gripið til vegalokana

13:39 Hugsanlega verður gripið til vegalokana á meðan versta veðrið gengur yfir undir Eyjafjöllum og í Öræfum í dag. Þetta segir Skúli Þórðarson, yfirmaður vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Von er á slyddu eða snjókomu hjá Reynisfjalli og hviður verða allt að 35 til 40 m/s frá klukkan þrjú til miðnættis. Meira »

Sérfræðingar vöruðu Sigríði við

13:28 Sérfræðingar í dóms- og fjármálaráðuneytinu vöruðu Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra við því að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt þyrfti hún að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Meira »

Rafmagnslaust í Laugardalnum

13:23 Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Laugardal og er unnið að viðgerð. Bilunin er í póstnúmeri 104 og eru umferðarljós m.a. óvirk á svæðinu af þessum sökum. Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar. Meira »

„Það var engu lofað“

13:05 Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta hjá Glitni, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun. Hann sagðist ekki hafa haft bein afskipti af störfum undirmanna sinna sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun. Þá hefði hann engin loforð fengið frá lögreglu um að sleppa við ákæru í málinu. Meira »

Söfnuðu 1,3 milljónum fyrir Hjartavernd

11:46 Krónan og Hamborgarafabrikkan stóðu fyrir söfnun þar sem 1,3 milljónir króna söfnuðust til handa Hjartavernd.   Meira »

Grunaður um að hafa brotið gegn börnum

12:38 Karlmaður á sextugsaldri var síðastliðinn föstudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Jafnvel er talið að maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum. Meira »

Horfið frá samráði með breytingunni

11:28 Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp sem endurskoða átti búvörusamninga og skipa þess í stað nýjan samráðshóp sem er tæplega helmingi fámennari. Meira »

Sérstakur í keppni í sakfellingum

11:25 Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformaður Glitnis, sagði fyrir Héraðdómi Reykjavíkur í morgun að embætti sérstaks saksóknara væri í einskonar keppni í sakfellingum og byggi til nýjar túlkanir á því sem hefðu verið almennir starfshættir í íslensku viðskiptalífi. Meira »

„Ætlum að hætta að vera dicks“

11:17 „Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnálaflokkanna í morgun þar sem metoo byltingin var til umræðu. Meira »

„Þú ættir að tala við pabba þinn“

10:51 „Byltingin hefur valdið ótrúlegri hugarfarsbreytingu á skömmum tíma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmálaflokkanna í morgun. Yfirskrift fundarins var #metoo: Hvað svo? Meira »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best , a...
Hákarl fyrir þorrablótin
Hákarl fyrir þorrablótin Sími 852 2629 Pétur Sími 898 3196 Ásgeir...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...