Jón Pétur Jónsson

Jón Pétur hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2004. Hann útskrifaðist með BA-próf í bókmennta- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og lauk námi í hagnýtri fjölmiðlafræði ári síðar. Jón Pétur er fréttastjóri mbl.is.

Yfirlit greina

Langt út fyrir eðlileg mörk

8.1. Bráðamóttöku LSH tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. Vandinn liggur í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn en meðaldvalartími er nú 23 klst. en æskilegt viðmið er 6 klst. Meira »

„Ljóst að margt fór úrskeiðis“

20.12. Skýrsla innri endurskoðunar um endurgerð bragga og samliggjandi húsa við Nauthólsveg 100 var kynnt í borgarráði í morgun. Helstu niðurstöður eru að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant, hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg. Þá hafi lög verið brotin. Meira »

Unnið að pallasmíði í nótt

3.11. Unnið verður að því í kvöld og nótt að smíða landgang sem gerir mönnum kleift að komast um borð í flutningaskipið Fjordvik sem strandaði við Helguvík í nótt. Vonir eru bundnar við það að menn komist um borð í fyrramálið til að meta ástand skipsins. Á þriðja tug manns er á vettvangi. Meira »

Dagur áfram borgarstjóri

12.6. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Þetta kom fram á blaðamannafundi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og VG. Á fundinum var kynnt niðurstaða og samkomulag um málefni, verkaskiptingu og stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

22.2. Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »

Engar skjótar lausnir í húsnæðismálum

8.2. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við þeim vanda sem við blasir á húsnæðismarkaði á Íslandi. Hann tekur þó fram að engar skammtímalausnir séu til í húsnæðismálum. Þörf sé á auknum fjárveitingum inn í almenna íbúðakerfið og efla verði húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Meira »

Dæmdar miskabætur í Landsréttarmálinu

19.12.2017 Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið um viðurkenningu á skaðabótakröfu við Ástráð Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson í Landsréttarmálinu. Ríkið er hins vegar dæmt til að greiða þeim samtals 1,4 milljónir króna í miskbætur. Meira »

„Dómgreindin er til umhugsunar“

23.11.2017 Ragnar Önundarson hefur skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, opið bréf á Facebook þar sem hann ræðir m.a. áfram um prófílmynd hennar í samhengi við ásýnd Sjálfstæðisflokksins. Þar segir hann að myndin hafi ekki verið aðalatriðið heldur sé dómgreindin til umhugsunar. Meira »

Áttu að kalla eftir upplýsingum

20.12. Það að fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hafi ekki upplýst sína yfirmenn um stöðu mála leysir þá ekki undan þeirri ábyrgð að hafa heildarsýn yfir rekstur einingarinnar. Þá átti borgarstjóri að gegna þeirri skyldu að fara yfir veruleg frávik í verkefnum SEA. Meira »

Á fjórða hundrað á biðlista

11.12. Fjöldi þeirra sem bíður eftir hjúkrunarrými hefur aukist úr 226 í 362 eða um 60% á landsvísu frá janúar 2014 til janúar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu umfram 90 daga eftir hjúkrunarrými um 35%. Á landsvísu var meðallengd biðar eftir úthlutun hjúkrunarrýmis 116 dagar á þriðja ársfjórðungi 2018. Meira »

„Myndi aldrei taka þátt í neinu svona“

9.10. Aðgerðir lögreglu sem snúa að meintu skjalafalsi, þar sem tíu menn voru handteknir í morgun, snúa að starfsmannaþjónustunni Manngildi. Eigandi fyrirtækisins var handtekinn í aðgerðunum, sem fóru fram samtímis í Reykjavík og Kópavogi. Hann neitar sök og segir að hann myndi aldrei taka þátt í slíku. Meira »

Vísaði 900 milljóna skattamáli frá dómi

26.2. Héraðsdómur hefur vísað frá dómi máli manns sem sérstakur saksóknari ákærði árið 2014 fyrir meiri háttar skattalagabrot, en hann var sakaður um að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum rúmar 900 milljónir kr. í fjármagnstekjur. Rannsókn málsins tók rúm sjö ár. Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

22.2. Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Ekkert leikhlé í snjóruðningi

6.2. Snjóruðningur í Reykjavík hefur gengið ágætlega en tugir snjóruðningstækja hafa verið á ferðinni í dag og í nótt, og í raun sl. sólarhring. Staðan er erfiðust í efri byggðum borgarinnar og búast má við því að snjóruðningstæki verði á ferðinni í allan dag, en unnið er að því að ryðja húsagötur. Meira »

Katrín fær stjórnarmyndunarumboðið

28.11.2017 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Vonir standa til að ný stjórn, sem Katrín muni leiða, taki við á fimmtudaginn. Meira »

Ályktun LÍ byggist á misskilningi

27.10.2017 Birgir Jakobsson landlæknir segir að það sé fjarri lagi að hann hafi sagt að læknar í hlutastörfum sinni ekki sjúklingum sínum af heilum hug. Ályktun Læknafélag Íslands um að landlæknir hafi viðhaft órökstudd ummæli byggist því á misskilningi. Meira »