Stórt Sunnuhótel í byggingu á Siglufirði

Við höfnina, þar sem áður stóð brakki sem kallaður var …
Við höfnina, þar sem áður stóð brakki sem kallaður var Sunna. Eftir honum verður hótelið nefnt og hér sést hvar það verður staðsett. mbl.is/Sigurður Ægisson

Á Siglufirði eru hafnar framkvæmdir við byggingu nýs 68 herbergja hótels sem stefnt er að að taka í notkun á næsta ári. Að grunnfleti verður húsið um 3.400 fermetrar og er byggingarkostnaður áætlaður um 1,2 milljarðar króna.

Það er Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson, fjárfestir og athafnamaður, sem stendur að þessu verkefni. Á hans vegum voru á sínum tíma undir merkjum Rauðku hf. endurgerðar byggingar á hafnarsvæðinu á Siglufirði þar sem í dag eru veitinga- og matsölustaðirnir Hannes boy, Kaffi Rauðka og Bláa húsið.

Í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ferðamönnum sem koma til Siglufjarðar hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Það helst í hendur við betri samgöngur um Héðinsfjarðargöng og svo almenna uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: