Ók fram af hengju

Björgunarsveitarmaður frá Landsbjörgu að störfum.
Björgunarsveitarmaður frá Landsbjörgu að störfum. Ljósmynd/Landsbjörg/Magnús Viðar Arnarsson

Björgunarsveitir frá Hólmavík, Reykhólum og Búðardal hafa verið kallaðar út vegna slyss á Þorskafjarðarheiði sunnanverðri. Um er að ræða vélsleðamann sem ók fram af hengju.

Maðurinn var einn á ferð og hringdi sjálfur eftir aðstoð. Segist hann vera illa fótbrotinn og að ástand hans fari versnandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og er hún á leið á slysstað, segir í frétt frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is