Einn í tjaldi í snarvitlausu veðri

Rétt um klukkan fjögur barst Neyðarlínu símtal frá erlendum ferðamanni sem sagðist vera einn á ferð við Snæfellsjökul. Gisti hann í tjaldi en veðrið er snarvitlaust og hann orðinn smeykur. Símasamband við manninn var slæmt en hann gat sent staðsetningu sína. Björgunarsveitirnar Elliði og Lífsbjörg af Snæfellsnesi hafa verið kallaðar út til að sækja manninn, segir í frétt frá Landsbjörg.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert