Mannréttindi ekki háð pólitískum meirihluta

Brynjar Níelsson alþingismaður.
Brynjar Níelsson alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Mannréttindaákvæði eins og tjáningarfrelsisákvæðið eru þýðingarlaus ef pólítískur meirihluti hverju sinni getur vikið því til hliðar vegna þess að skoðunin er "röng" eða "skaðleg" eða jafnvel bara óæskileg að hans mati.“

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefnið er umræða um tjáningafrelsið og mörk þess í kjölfar úrskurðar innanríkisráðuneytisins í síðustu viku þess efnis að ákvörðun Akureyrarbæjar um að segja Snorra Óskarssyni, forstöðumanni Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri, upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri árið 2012 hafi verið ólögmæt. Uppsögnin kom til vegna bloggskrifa Snorra um samkynhneigð.

„Ef ekki er hægt að gagnrýna hegðun fólks út frá siðferðislegum eða trúarlegum sjónarmiðum, sama hversu við erum ósammála þeim, erum við á hræðilegri vegferð með okkar samfélag,“ segir Brynjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert