Einstök ölgerð í hópi þeirra bestu

Einstök keppir nú við sinn erfiðasta andstæðing til þessa.
Einstök keppir nú við sinn erfiðasta andstæðing til þessa. Ljósmynd/Einstök ölgerð

Íslenska ölgerðin Einstök etur nú kappi í heimsmeistarakeppni bjórsins á bresku bjórsíðunni Perfect Pint, en þar geta netverjar kosið sinn bjór til sigurs. 

Þegar þetta er ritað leikur Einstök um þriðja sæti keppninnar eftir að hafa naumlega tapað í undanúrslitum gegn bandarísku brugghúsinu Magic Rock Brewery. Þar voru um 800 atkvæði greidd en munurinn var einungis 30 atkvæði.

Einstök ölgerð hafði áður lagt af velli ensku ölgerðina Brewdog sem og ástralska framleiðandanum Little Creatures.

Í leiknum um þriðja sætið mætir Einstök breska brugghúsinu Adnams. Á vef Perfect Pint er farið yfir einvala lið Einstakrar. Stjörnuleikmaður Einstakrar að mati síðunnar er bjórinn Icelandic Roasted Porter, en hann er sagður hafa eiginleikann til þess að geta borið liðið á herðum sér í gegnum keppnina.

Efnilegasti leikmaður liðsins er hins vegar ölið Icelandic Arctic Berry Ale, sem þykir sýna merki um framtakssemi ölgerðarinnar.

Fölölið Icelandic Pale þykir þó vera veiki hlekkur liðsins á mótinu, þó einungis vegna þess að hinir leikmenn liðsins þykja svo margt um betri.

Hægt er að kjósa Einstaka ölgerð til sigurs hér.

Sjá aðrar fréttir mbl.is um málið:

Íslensk ölgerð á HM bjórsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert