Andlát: Kristján Karlsson skáld

Kristján Karlsson.
Kristján Karlsson.

Kristján Karlsson, skáld og bókmenntafræðingur, lést þann 5. ágúst síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Mörk, 92 ára að aldri.

Kristján fæddist 26. janúar 1922 að Eyvík á Tjörnesi. Foreldrar hans voru Pálína Guðrún Jóhannesdóttir húsmóðir og Karl Kristjánsson alþingismaður. Maki Kristjáns var Elísabet Jónasdóttir bókavörður, f. 8.4. 1922 sem lifir mann sinn. Fyrri maki hans var Nancy Davies, f. 22.10. 1922, d. 21.8. 1949.

Kristján útskrifaðist með stúdentspróf frá MA árið 1942. Eftir það hélt hann utan og lauk BA-gráðu í enskum bókmenntum frá University of California í Bandaríkjunum árið 1945 og MA-prófi í samanburðarbók menntum frá Colombia University árið 1947. Eftir námið kom Kristján aftur til Íslands og starfaði sem ráðunautur hjá bókaútgáfunni Norðra til ársins 1948 þegar hann hélt aftur til New York. Þar starfaði hann sem bókavörður við Fiske-safn við Cornell-háskóla til ársins 1952. Hann fluttist til Íslands að nýju og starfaði við útgáfustörf hjá Bókaútgáfunni Helgafelli til 1984. Kristján starfaði í ýmsum félögum og nefndum, m.a. Íslandsdeild PEN og var formaður hennar 1974-1982. Hann sat í stjórn Hins íslenska bókmenntafélags, var forseti Hins íslenska þjóðvinafélags 1984-1985 og í stjórn Minningarsjóðs Björns Jónssonar 1985-2000.

Kristján gaf út hin ýmsu ritverk, ásamt því að þýða ótal bækur. Meðal verka eftir hann eru Kvæði, 1976, New York, 1983 og Kvæði 03, 2003. Einnig skrifaði hann smásagnasafnið Komið til meginlands frá nokkrum úteyjum sem kom út árið 1985 og ritgerðasafnið Hús sem hreyfist sem kom út árið 1986.

Þá liggja eftir Kristján fjölmargar þýðingar og má þar nefna Smásögur eftir William Faulkner 1956.

Útgáfur með ritgerðum eftir Kristján voru meðal annars Ljóðasafn eftir Tómas Guðmundsson, 1961, Halldór Kiljan Laxness, 1962, Gunnlaugur Blöndal, 1963, Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness, 1969 og Óbundið mál I-II eftir Einar Benediktsson, 1980-1981, auk fleiri verka. Þá gaf Kristján út tvö viðamikil verk: Íslenskt ljóðasafn I-V, 1974-1978 og Íslenskar smásögur I-VI, 1982-1985. Heildarsafn Kristjáns, Kvæðasafn og sögur, 1976-2003, kom út 2005 og Kvæðaúrval, 2009. Kristján hlaut Davíðspennann, bókmenntaverðlaun Félags íslenskra rithöfunda, árið 1991 og verðlaun Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins 1992. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Innlent »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

16:04 Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira »

Tók veski af manni í hjólastól

16:00 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sl. föstudag karlmann í hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð brot sem m.a. voru framin er hann var enn á skilorði. Var manninum þá dæmt til refsiþyngingar að hafa stolið veski af manni í hjólastól. Meira »

Reyndi að bera út systur sína

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann og konu í 30 daga fangelsi fyrir húsbrot, fyrir að hafa í júlí 2016 ruðst inn í húsnæði systur konunnar í heimildaleysi með því að kalla eftir aðstoð Neyðarþjónustunnar sem boraði upp lás á dyrum fasteignarinnar. Meira »

Hæstiréttur staðfestir lögbönnin

15:22 Hæstiréttur staðfesti í dag lögbönn sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fóru fram á að lögð yrðu við því að tvö netveitufyrirtæki veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds. Meira »

Framsalsmálið tekið upp á ný

15:07 Landsréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð yfir meintum höfuðpaur í svo nefndu Euromarket máli eftir að dómsmálaráðuneytið upplýsti ríkissaksóknara um að það ætli að taka upp að nýju framsalsmál mannsins. Meira »

Dæmdur fyrir að falsa hæfnipróf

15:07 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, en manninum var gefið að sök að hafa falsað afrit af hæfniprófi við umsókn sína um endurútgáfu flugliðaskírteinis hjá Samgöngustofu. Meira »

Ætlar að skála eftir 19 milljóna vinning

14:44 Báðir vinningshafar sem skiptu með sér fjórföldum lottópotti um helgina hafa gefið sig fram við Íslenska getspá. Fékk hvor vinningshafi um 19,3 milljónir í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Olís við Ánanaust í Reykjavík en hinn er í áskrift. Meira »

Blekkti starfsmann Arion banka

14:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi og svipt hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa framið fjögur mismunandi brot á árunum 2016 til 2018. Meira »

57 stöðvaðir með fölsk skilríki

14:42 57 manns voru stöðvaðir í Leifsstöð fyrstu níu mánuði þessa árs fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Afskiptum lögreglu í flugstöðinni af einstaklingum án skilríkja fer þá fjölgandi og eru þeir orðnir 70 á tímabilinu. Meira »

Ólafur dregur framboð til baka

14:32 Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, hefur dregið framboð sitt til stjórnar Neytendasamtakanna til baka. Ólafur starfaði sem formaður samtakanna 2016-2017 en sagði af sér eftir harðar deilur við stjórn samtakanna vegna fjár­hags­legra skuld­bind­inga sem Ólafur kom fé­lag­inu í. Meira »

Verðum að ná áttum með greinina

14:10 Þegar launakostnaður hjá hótelum er orðinn um og yfir 50% af tekjum þeirra er ljóst að sá rekstur er ekki sjálfbær til lengri tíma, segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við mbl.is. Ný skýrsla KPMG sýnir fram á versnandi afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Fimm burðarstólpar hættu í fyrra

13:37 Reiknað er með því að ákvarðanir verði teknar á næstu vikum af hálfu stjórnvalda vegna stöðunnar sem er uppi hjá loðdýrabændum. Fimm burðarstólpar hættu í loðdýrarækt í fyrra. Þetta kom fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar. Meira »

„Ómetanlegt og óbætanlegt tjón“

13:27 „Mestu sárindin eru minjarnar okkar, það er ómetanlegt og óbætanlegt tjón,“ segir Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, tölvubúnaður og rafmagn varð fyrir einnig illa úti á Hlíðarenda þegar kaldavatnsinntak gaf sig í nótt. Mögulega þarf að fá rafstöð til að fá rafmagn aftur á húsið. Meira »

Jákvætt að tilkynningum hafi fjölgað

12:35 Áhrif heimilisofbeldis á börn eru þau sömu og ef börnin yrðu sjálf fyrir ofbeldi. Þetta sagði Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, á ráðstefnunni „Gerum betur“ um vinnu í tengslum við heimilisofbeldismál. Meira »

Hugnast ekki heræfingar

12:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í mengun og mat á umhverfisáhrifum vegna heræfinga NATO hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...