Safnahúsið varð bleikt

Safnahúsið í allri sinni bleiku dýrð.
Safnahúsið í allri sinni bleiku dýrð. Ómar Óskarsson

Í kvöld var safnahúsið lýst upp með bleikum ljósum í tilefni af upphafi árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni.

Fyrstu Bleiku slaufurnar í fjáröflunar- og árveknisátaki Krabbameinsfélags Íslands voru afhentar í dag en átakið sjálft hefst formlega á morgun 1. október. Sala slaufunnar stendur yfir í tvær vikur en árvekniátakið  er til loka októbermánaðar.

Þetta er í fimmtánda sinn sem leitað er eftir stuðningi landsmanna við verkefni Krabbameinsfélagsins vegna krabbameina hjá konum og eins og undanfarin ár er markmiðið að selja 50 þúsund slaufur.

Þjóðleikhúsið er frekar gráleitt við hliðina á bleika nágranna sínum.
Þjóðleikhúsið er frekar gráleitt við hliðina á bleika nágranna sínum. Ómar Óskarsson
mbl.is