Danskir lögreglumenn alltaf með skammbyssur

Wikipedia/Vitaly V. Kuzmin

„Danskir lögreglumenn ganga alltaf með skammbyssur á sér,“ segir Thomas Kristensen, aðstoðarmaður Ríkislögreglustjóra Danmerkur, í samtali við mbl.is. Lögreglumennirnir þurfi fyrir vikið ekki sérstaka heimild til þess að bera vopn.

Spurður um notkun stærri vopna líkt og hríðskotabyssa segir Kristensen að aðeins sé gripið til slíkra vopna þegar um sérstök verkefni sé að ræða. „Við göngum ekki með þær á okkur daglega,“ segir hann en vildi að öðru leyti ekki ræða nánar um fyrirkomulag vopnamála hjá dönsku lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert