Útgjöld aukin um 325 milljónir kr.

Rekstrargrunnur heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni er styrktur enn frekar.
Rekstrargrunnur heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni er styrktur enn frekar. Af vef Bæjarins besta

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis lagði í gær til breytingartillögur á gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins og fela tillögurnar í sér aukningu ríkisútgjalda upp á 325,2 milljónir.

Meðal þess sem nefndin leggur til er að ljúka átaki við að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota, einkum barna, og fá tvö embætti tíu milljónir króna hvort um sig. Annars vegar ríkissaksóknari og hins vegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Þá gengur tillaga nefndarinnar út á að styrkja rekstrargrunn heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þar sem lagt er til 100 milljóna króna framlag til málaflokksins. 100 milljóna króna framlagið kemur til viðbótar 80 milljóna króna framlagi sem þegar hefur verið samþykkt og er því um rúmlega tvöföldun framlags ríkisins til málaflokksins að ræða nái tillögur nefndarinnar fram að ganga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »