Ný gistiálma byggð í sumar

Gistiálma verður byggð í áföngum við gamla skálann. Nípurnar með …
Gistiálma verður byggð í áföngum við gamla skálann. Nípurnar með bröttu þökunum standa áfram. Tölvuteikning/Batteríið arkitektar

Stefnt er að verulegri uppbyggingu gistiaðstöðu í Kerlingarfjöllum á næstu árum. Fannborg, sem á og rekur hálendismiðstöðina, hyggst koma upp fyrir mitt næsta sumar gistiálmu með 20 tveggja manna herbergjum.

Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Kerlingarfjallasvæðið. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu hefðbundinnar gistingar í herbergjum í stað svefnpokagistingar í fjallaskálum.

Þörfin fyrir aukið gistipláss er brýn, að sögn Páls Gíslasonar, framkvæmdastjóra Fannborgar. „Það er orðið uppselt stóran hluta sumarsins og ásóknin er meiri en við getum annað. Gestirnir sækjast eftir herbergjagistingu,“ segir Páll í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »