Kröfugerð að klárast

Krafa er uppi um að lagfæra launataxtana þar sem lítill …
Krafa er uppi um að lagfæra launataxtana þar sem lítill munur er orðinn á þeim eftir starfsaldri. mbl.is/Árni Sæberg

Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands (SGS), að Flóanum undanskildum, hafa skilað tillögum sínum að kröfugerð til sameiginlegrar samninganefndar.

Nefndin kemur saman til fundar á morgun þar sem semja á eina sameiginlega kröfugerð fyrir komandi kjaraviðræður.

Af samtölum við formenn aðildarfélaganna í gær má ráða að þungt hljóð er í mönnum og viðbúið að kjaraviðræður verði erfiðar, að því er fram kemur í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag. Rauði þráðurinn í kröfugerðinni, samkvæmt upplýsingum blaðsins, er að lágmarkslaun hækki miðað við aðra hópa og taki mið af viðurkenndum framfærsluviðmiðum upp á 300 þúsund krónur á mánuði. Í dag eru lágmarkslaun um 214 þúsund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert