Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina segja bílastæðavandann óleystan

Fundur um bílastæðamál í Borgartúni í desember á síðasta ári. ...
Fundur um bílastæðamál í Borgartúni í desember á síðasta ári. Bílastæði verða 18 talsins en íbúðirnar allt að 102. Árni Sæberg

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá í atkvæðagreiðslu um breytingu á deiluskipulagi Rauðárholts vegna lóðar nr. 7 við Brautarholt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á miðvikudag. 

Greidd voru atkvæði um umsókn Félagsstofnunar stúdenta um að íbúðum verði fjölgað í allt að 102 ásamt því að bílastæðum verði fjölgað úr 18 í 19. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar.

„Óánægja íbúa og fyrirtækja í nágrenninu hefur komið skýrt fram“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sátu hjá í atkvæðagreiðslunni og lögðu fram bókun þar sem segir að ekki hafi tekist að skapa sátt um þéttingu byggðar né skapaður samráðsgrundvöllur „sem er forsenda uppbyggingar í eldri hverfum,“ segir í bókun þeirra.

„Óánægja íbúa og fyrirtækja í nágrenninu hefur komið skýrt fram á fyrri stigum þessa máls. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa flutt tillögur í borgarstjórn og í umhverfis og skipulagsráði um að komið verði til móts við ábendingar íbúa til dæmis með stefnu um heildarlausnir í bílastæðamálum. Þessar lausnir hafa ekki verið kynntar fyrir fulltrúum Sjálfstæðisflokksins né ræddar í Umhverfis- og skipulagsráði,“ segir í bókuninni. Þar segir ennfremur að fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiði ekki atkvæði með því að setja framlagða tillögu í auglýsingaferli þar sem þurfi „miklu meira samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila áður en lengra er haldið.“

Bílastæðavandinn ekki verið leystur

Guðfinna Jóhann Guðmundsdóttir, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sat einnig hjá við afgreiðsluna og bókaði að hún greiddi ekki atkvæði með tillögunni „þar sem bílastæðavandi í hverfinu samhliða þéttingu byggðar hefur enn ekki verið leystur þrátt fyrir áhyggjur íbúa og hagsmunaðila,“ líkt og segir í bókun Guðfinnu.

mbl.is

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »