Hallar á karla í Þjóðleikhúsinu

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri.
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Ernir Eyjólfsson

Mikill meirihluti burðarhlutverka er leikinn af konu á yfirstandandi leikári Þjóðleikhússins og sjá konur um listræna stjórnun í rúmlega 66% tilvika. Kynjahlutföll eru aftur á móti jöfn ef litið er til höfunda verkanna og alls starfsfólks á launaskrá.

Þetta kemur fram í niðurstöðum greiningar sem Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur gert á starfsemi yfirstandandi leikárs en þar kemur fram að frekar hallar á karla en konur innan leikhússins.

Konur fara oftar með burðarhlutverk

Þegar litið var til verka sem eru til sýningar hjá leikhúsinu á leikárinu má sjá að kynjahlutfall höfunda eru jöfn, tíu karlar og tíu konur. Listrænir stjórnendur, þ.e. leikstjórar, búninga- og leikmyndahöfundar, eru í rúmlega 66% tilvika konur og voru konur. Konur fara mun oftar með burðarhlutverk en karlar. 

Þegar litið er til allra starfsmanna Þjóðleikhússins árið 2013 má sjá að kynjahlutfallið er hnífjafnt að sögn Ara. „Markmið okkar eins og allra stofnana ríkisins að gæta að jafnrétti kynjanna í hvítvetna, gæta þess að ekki sé kynbundinn launamunur og vera með sterka og öfluga jafnréttisstefnu.“

Hallar sýnilega á annað kynið

Þrátt fyrir þetta hallar sýnilega á annað kynið á nokkrum sviðum. „Menn verða að passa sig að ganga ekki of hart fram, þá gæti verið ákveðin hætta á að karlmenn upplifi að þeir hafi ekki sömu möguleika og konur og þá eru við komin of langt,“ segir Ari.

„Maður fer ekki með lógaritma á listir, maður reynir að meta listaverk út frá þeim sjálfum. Karlmenn geta skrifað stórkostlega hluti af miklu innsæi um konur og konur um karla.“

Ari segir að þessi niðurstaða muni ekki hafa áhrif á skipulag komandi leikára. „Nei, en ég mun hins vegar í hvítvetna að leitast við að gæta jafnræði kynjanna í öllum mínum störfum og mun reyna að halda því sem jöfnustu. Halli á annað kynið eitt árið reynir maður að leiðrétta næsta ár en best er að vera sem næst miðjunni,“ segir Ari.

Konur eru mun oftar í burðarhlutverkum í verkum sem sýnd …
Konur eru mun oftar í burðarhlutverkum í verkum sem sýnd eru á leikárinu 2014 til 2015. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina