Bíða með brottfarir í miklum vindi

Beðið er með brottfarir í þeim tilfellum sem því verður …
Beðið er með brottfarir í þeim tilfellum sem því verður komið við, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Farþegar biðu í nokkrum flugvélum í morgun við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Þórður

Reynt er að koma í veg fyrir bið í flugvélum á Keflavíkurflugvelli með því að bíða með brottfarir frá brottfarastöðum í þeim tilfellum sem því verður komið við, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Greint var frá því á mbl.is fyrr í morgun að fjöldi farþega hafi þurft að bíða í nokkrum flugvélum við Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs en of hvasst var til að hleypa farþegum í flugstöðina.

„Það er reynt að gæta öryggis og reynt að koma farþegum eins fljótt og auðið er á réttan stað. Þetta er sjaldgæft,“ segir Guðjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert