„Einhver lítill flokkur úti í bæ“

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Alþingi.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsfundur Samfylkingarinnar, sem fram fór um helgina, var umræðuefni í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Kom Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í pontu og spurði Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um viðhorf ríkisstjórnarinnar þegar það kemur að olíuleit á Drekasvæðinu.

Í ályktun starfshópar Samfylkingarinnar sem kynnt var um helgina um olíuleit á Íslandsmiðum kemur fram að mistök hafi verið gerð með olíuleit á Drekasvæðinu. Kom jafnframt fram að lýsa þurfi því yfir að Íslendingar ætli sér ekki að nýta hugsanlega jarðorkukosti í lögsögu sinni.

„Þykir mörgum það mjög skrýtið þar sem háttvirtur þingmaður, Össur Skarphéðinsson, barðist fyrir þessum málaflokki er hann var iðnaðarráðherra á sínum tíma. Það héldu allir það þetta væri stefna Samfylkingarinnar en það er nú þannig að stundum er Samfylkingin kölluð  einsmálsflokkur en nú er ESB-málið dautt og þá er Samfylkingin að falla frá þessu líka,“ sagði Vigdís í dag.

Í fyrirspurn Vigdísar var spurt hvort eitthvað hefði breyst í stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum og jafnframt hvort  ráðherrann teldi ríkið skaðabótaskylt ef ný stefna Samfylkingarinnar næði fram í þessum flokki. 

Í svari Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kom fram að stefna ríkisstjórnarinnar þegar það kemur að olíuleit á Drekasvæðinu hafi ekki breyst. Sagði hún að sú stefna hefði verið kirfilega skjalfest í stjórnarsáttmála á þann hátt að stjórnin mundi beita sér að því að nýting hugsanlegra olíu- og gasauðlinda gæti hafist sem fyrst ef þær yndust á annað borð. 

Sagði hún jafnframt að stefnubreyting Samfylkingarinnar hefði komið sér verulega á óvart. „Hér situr í salnum fyrrverandi olíumálaráðherra sem fór mikinn í þessu máli,“ sagði Ragnheiður og rifjaði jafnframt upp að þau leyfi sem sett voru af stað í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar hefðui ekki aðeins verið rannsóknarleyfi heldur til rannsóknar og vinnslu. „Það er mikilvægt að því verði haldið til haga,“ sagði ráðherrann. 

Bætti Ragnheiður við að 28. janúar síðastliðinn hefðu á Alþingi verið samþykkt lög með atkvæðum allra þingmanna Samfylkingarinnar um stofnun Ríkisolíufélags, en einn liður í þeirri stofnun væri að gera Íslendinga tilbúna til þess að vinna olíu og taka þátt í starfi Norðmanna ef til þess kæmi. Sagði hún jafnframt að hún myndi kynna sér skaðabótaskyldu íslenska ríkisins í þessu máli yrði fallið frá áformunum. 

„Það er alveg ótrúlegt að rýna í þennan landsfund Samfylkingarinnar en hann sannar það að flokkurinn logar stafnanna á milli og er algjörlega í tætlum fyrst það er horfið frá nokkurra mánaða atkvæðagreiðslu,“ sagði Vigdís í svari sínu við svari Ragnheiðar. 

Sagðist hún ánægð með að stjórnin ætlaði sér að halda áfram á sinni braut þrátt fyrir stefnubreytingu Samfylkingarinnar. 

„Maður er nú hættur að láta sér koma nokkur hlutur á óvart sem gerist þar inni, eins og þessi mikla stefnubreyting,“ sagði Vigdís og sagði hana í anda Vinstri grænna. „Sú ríkisstjórn sem var eitt sinn við völd sprakk m.a. á olíumálum og það vita nú allir hvernig það fór,“ sagði Vigdís.

„Ég fagna því að þetta sé með þessum hætti og það hafi engin áhrif á störf á ríkisstjórnarinnar,“ bætti hún við. „Þó það nú væri að það að einhver lítill flokkur úti í bæ væri að álykta hefði áhrif á störf ríkisstjórnarinnar.“

mbl.is

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...