„Þessi aðgerð efldi okkar fólk“

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Karl E. Pálsson

„Fólki er misboðið þetta skref HB Granda og það er ótrúlegt að fólk skuli vera að bjóða 3,5% hækkun til launafólks á sama tíma og verið er að hækka stjórnarlaun um 33%,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir og lýkur henni á morgun.

„Ég er viss um að þetta hefur eflt okkar fólk,“ segir Björn og bætir við: „Við höfum ekki séð beinan kipp í atkvæðagreiðslunni en reiði fólks er mikil vegna þessara gerða.“

Björn segir þátttöku í atkvæðagreiðslunni vera góða og að hugur sé í fólki. „Ég á von á afgerandi niðurstöðu miðað við hvað fólk segir og vonin tvíefldist við þessar aðgerðir Grandamanna.“

„Það er svolítið skrýtið að á meðan sum fyrirtæki hafa verið að greiða aukagreiðslur til sinna manna, til dæmis Samherji sem borgaði hálfa milljón til starfsmanna sinna svo allir fengju að nóta þess að vel hefði gengið, hafa ýmis önnur fyrirtæki ekki gert það, meðal annars HB Grandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert