Vinna við sjúkrahótel hefst fljótlega

Sjúkrahótelið er fyrsta nýbyggingin af fjórum í nýjum Landspítala og …
Sjúkrahótelið er fyrsta nýbyggingin af fjórum í nýjum Landspítala og stefnt er að því að henni verði lokið á vormánuðum árið 2017. Teikning af sjúkrahótelinu

Eftir nokkrar vikur hefjast jarðvegsframkvæmdir við byggingu sjúkrahótels við nýja Landspítalann við Hringbraut.

Sjúkrahótelið verður á norðurhluta lóðarinnar þar sem bílastæði við kvennadeild Landspítalans er. Aðkomunni að spítalanum verður breytt og verður hún norðan við Barónsstíginn. 

Þá verður ennfremur fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala boðin út í þessum mánuði. Útboðstíminn tekur þrjár vikur. Ef þessar áætlanir ganga eftir gætu framkvæmdir við byggingu sjúkrahótels hafist í lok júní, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »