Tvær bílveltur í Þrengslunum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tvær bílveltur áttu sér stað í Þrengslunum í dag skömmu fyrir klukkan sex. Önnur klukkan 17:40 og hin klukkan 17:42 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Engin tengsl eru þó á milli þeirra og tilviljun að þær áttu sér stað með svo skömmu millibili.

Þrír voru í annarri bifreiðinni en tveir í hinni. Voru í það minnsta þrír fluttir á sjúkrahús á Selfossi til aðhlynningar. Bifreiðarnar eru báðar illa farnar. Ekki liggur fyrir hvað ölli því að bifreiðarnar lentu utan vegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina