Halldór Ásgrímsson jarðsunginn

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var borinn til hinstu hvílu í dag, en útför Halldórs var gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík að viðstöddu fjölmenni.

Kistuna bera, frá vinstri, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Guðmundur Bjarnason, fyrrverndi ráðherra, Jón Sveinsson lögmaður og Helgi Ágústson, sendiherra.

Halldór Ásgrímsson fæddist á Vopnafirði 8. september 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. maí 2015.

Foreldrar hans voru Ásgrímur Halldórsson, framkvæmdastjóri á Höfn í Hornafirði, f. 7.2. 1925, d. 28.3. 1996, og Guðrún Ingólfsdóttir, húsmóðir, f. 15.6. 1920, d. 14.7. 2004. Systkini Halldórs eru: 1) Ingólfur, f. 1945, maki Siggerður Aðalsteinsdóttir. 2) Anna Guðný, f. 1951, maki Þráinn Ársælsson. 3) Elín, f. 1955, maki Björgvin Valdimarsson. 4) Katrín. f. 1962, maki Gísli Guðmundsson.

Halldór kvæntist 16.9 1967 Sigurjónu Sigurðardóttur, læknaritara, f. 14.12 1947. Foreldrar hennar voru Sigurður Brynjólfsson, f. 1918, d. 2002. og Helga K. Schiöth, f. 1918, d. 2012. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 1969, maki Karl Ottó Schiöth. Börn þeirra: a) Linda Hrönn, f. 1988, maki Sigurjón Friðbjörn Björnsson, f. 1988. Börn þeirra: Svava Bernhard, f. 2010, og Steinarr Karl, f. 2013. b) Karl Friðrik, f. 1996. 2) Guðrún Lind, f. 1975, maki Ómar Halldórsson. Börn þeirra: Halldór Andri, f. 2008, og Hilmir Fannar, f. 2009. 3) Íris Huld, f. 1979, maki Guðmundur Halldór Björnsson. Börn þeirra: Tara Sól, f. 2005, og Hera Björk, f. 2008.

Halldór lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1965, námi í endurskoðun 1970 og fékk löggildingu sem endurskoðandi árið 1972. Hann stundaði framhaldsnám við Verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn árin 1971-73. Hann var lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 1973-75 en helgaði sig eftir það stjórnmálastörfum og öðrum opinberum störfum.

Halldór var alþingismaður Austurlands 1974-78 og 1979-2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003-2006 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var skipaður varaformaður Framsóknarflokksins 1980-94 og var formaður hans frá 1994-2006. Halldór var sjávarútvegsráðherra 1983-91 og ráðherra norrænna samstarfsmála 1985-87 og 1995-99, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988-89, utanríkisráðherra 1995-2004, forsætisráðherra 2004-2006. Í maí 1999 gegndi hann um tíma störfum umhverfis- og landbúnaðarráðherra og í janúar og febrúar 2001 fór hann með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Halldór sat í fjölmörgum nefndum og ráðum um ævina. Hann sat í bankaráði Seðlabanka Íslands 1976-83, (formaður 1980-83). Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1977-78, 1980-83 og 1991-95 (formaður 1982-83 og 1993-95), Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1976. Sjávarútvegsnefnd 1991-94, efnahags- og viðskiptanefnd 1991-94 (formaður 1993-94), utanríkismálanefnd 1994-95, sérnefnd um stjórnarskrármál 1994-95. Formaður hóps miðjuflokkanna í Norðurlandaráði 1993-95.

Halldór tók við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar 1. janúar 2007 með aðstöðu í Kaupmannahöfn og gegndi því starfi fram á árið 2013. Eftir að opinberum embættisstörfum Halldórs lauk fluttist hann til Íslands á ný og sinnti störfum í ýmsum alþjóðlegum samtökum sem beita sér fyrir friði og mannréttindum.

mbl.is

Innlent »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestun á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp að sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu meðlimir sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

Í gær, 17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

Í gær, 17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Í gær, 17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tæpri 61 milljón úthlutað í styrki

Í gær, 16:51 Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi. Meira »

Ekki vitað hve margir fá endurgreitt

Í gær, 16:39 Enn er ekki ljóst hversu margir gætu átt rétt á leiðréttingu greiðslna frá Tryggingastofnun vegna ágalla í útreikningi örorkulífeyris þeirra sem hafa búið hluta ævinnar erlendis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is þetta meðal þess sem kom fram á fundi nefndarinnar. Meira »

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

Í gær, 16:19 Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Lögreglan lýsir eftir Toyota Corolla

Í gær, 15:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðri Toyota Corolla með skráningarnúmerið NN568, árgerð 2003, sem var stolið á Rauðarárstíg í Reykjavík síðdegis í gær. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...