Fjölmargir tóku þátt í Gullsprettinum

Yfir 330 manns tóku þátt í Gullsprettinum, víðavangshlaupi í kringum Laugarvatn, sem fram fór í dag. Þátttakendur hlupu alls um 8,5 kílómetra en þurftu á leiðinni að fara yfir ár, út í vatn og yfir skurði og mýrar. Má segja að þetta sé eins konar torfæruhlaup.

Þorbergur Ingi Jónsson bar sigur úr býtum í karlaflokki á tímanum 33:43 og Helga Margrét Þorsteinsdóttir sigraði í kvennaflokki á tímanum 38:10.

Gríma Guðmunds­dótt­ir, einn af skipu­leggj­end­um hlaups­ins, segir í samtali við mbl.is að vel hafi tekist til. Þátttakan hafi verið gríðarlega góð og farið fram úr björtustu vonum.

Gull­sprett­ur­inn var fyrst hald­inn árið 2005 í til­efni tíu ára af­mæl­is­hátíðar Gull­kist­unn­ar, menn­ing­ar- og lista­hátíðar á Laug­ar­vatni. Hann dreg­ur því nafn sitt af henni.

Reglur hlaupsins eru þær að þátttakendur þurfa að fara hringinn í kringum vatnið en getur valið sér leið sjálft. Skipuleggjendur hlaupsins höfðu þó stikað ákveðna leið sem þeir mæltu með að fólk færi.

All­ur ágóði af hlaup­inu renn­ur til Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ing­unn­ar á Laug­ar­vatni.

Frétt mbl.is: „Skemmtilegasta hlaup landsins“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert