18,6% hækkun næstu þrjú ár

Samningar hjúkrunarfræðinga við ríkið hljóða upp á 18,6% hækkun á launum næstu þrjú árin, bæði í gegnum kjarasamninga og aukin framlög í stofnanasamninga. Samningarnir eru til fjögurra ára, eða til 2019. Nemur hækkunin 6% á þessu ári, 5,5% á næsta ári og svo 3% árið 2017 og 2018. Árið 2019 er svo ákvæði um 70 þúsund króna eingreiðslu. Þá mun orlofsuppbót og desemberuppbót hækka svipað og var í samningum á almennum markaði.

Í samningnum er ekki uppsagnarákvæði sem miðar við að kaupmáttur stéttarinnar aukist á samningstímabilinu, en aftur á móti verður hægt að opna samningana á ný ef laun á almennum markaði fara á skrið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert