Ekkert óeðlilegt ástand

Makríll unninn í Vestmannaeyjum.
Makríll unninn í Vestmannaeyjum.

Nokkur skip eru komin á makrílveiðar 40-50 sjómílur suður af Vestmannaeyjum og voru skip frá Eyjum fyrst á svæðið.

Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hafði Álfsey VE veitt um 300 tonn í gær og kemur til hafnar í dag.

Makrílsins hefur ekki orðið vart annars staðar á landinu en Eyþór telur það ekki áhyggjuefni enn sem komið er. „Þetta kemur hægt og sígandi þegar sjórinn hlýnar. Það hefur sjaldnast verið neinn kraftur í veiðunum í júnímánuði,“ segir Eyþór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert