Vonbrigði, reiði og sorg

Vonbrigði, reiði og sorg eru þær tilfinningar sem bærast á meðal þeirra hjúkrunarfræðinga sem mbl.is ræddi við í hádeginu um kjarasamningana sem voru samþykktir í gærkvöldi. Enginn af þeim hjúkrunarfræðingum sem mbl.is náði í og hafa sagt upp störfum ætlar að draga þær tilbaka. 

Vonbrigðin stafa helst af því að ekki hafi náðst að þoka dagvinnulaunum þeirra nær því sem tíðkast hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Kynjabundinn launamunur sé því enn áþreifanlegur.

Sumir nefna að dagvinnulaunin þyrftu að vera ekki lægri en 400 þúsund á mánuði til þess að sættir gætu náðst. „Er það mikil frekja þegar maður annast dauðvona fólk og hefur lokið fjögurra ára háskólanámi?“ sagði viðmælandi sem ekki vildi láta nafns síns getið.

mbl.is ræddi við þrjá hjúkrunarfræðinga í hádeginu um samningana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert