Vel búin glæsisnekkja komin til Reykjavíkur

Octopus, snekkja Pauls Allen, liggur við festar á ytri höfninni …
Octopus, snekkja Pauls Allen, liggur við festar á ytri höfninni í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári

Glæsisnekkjan Octopus sigldi inn í Reykjavíkurhöfn á mánudag en snekkjan, sem er Íslendingum orðin kunn, er í eigu Pauls Allen, eins stofnenda tölvufyrirtækisins Microsoft.

Snekkjan liggur nú til móts við Sæbraut, austan við Hörpu, en er ekki bundin við bryggju.

Octopus er ein af stærstu snekkjum heims. Hún er 126 metra löng, en til glöggvunar er Hallgrímskirkjuturn rúmir 74 metrar á hæð. Snekkjan var smíðuð árið 2003 og á heimahöfn á Cayman-eyjum. Allen er upphaflegur eigandi snekkjunnar en hefur þó lánað hana nokkrum sinnum gegnum árin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert