Evrópustofu lokað

Evrópustofa hefur verið til húsa við Suðurgötu í Reykjavík.
Evrópustofa hefur verið til húsa við Suðurgötu í Reykjavík. Ljósmynd/Evrópustofa

Evrópustofu, upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins á Íslandi, verður lokað 1. september. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar en samningur um rekstur hennar rennur út í lok ágúst. Starfsmenn Evrópustofu þakka Íslendingum samfylgdina undanfarin ár og lýsa þeirri von sinni að þeir haldi áfram að fylgjast með starfsemi Evrópusambandsins hér á landi.

Evr­ópu­stofa tók til starfa í upp­hafi árs 2012 í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Rekst­ur henn­ar hafði áður verið boðinn út og í kjölfarið samið við ís­lenska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið At­hygli og þýska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið Media Consulta. At­hygli sagði sig frá verk­efn­inu á síðasta ári og var öll­um starfs­mönn­um Evr­ópu­stofu sagt upp störf­um. Media Consulta hef­ur síðan eitt séð um rekst­ur­inn.

Samn­ing­ur­inn um rekst­ur Evr­ópu­stofu var til tveggja ára með fjár­fram­lagi upp á allt að 1,4 millj­ón­ir evra eða rúm­lega 200 millj­ón­ir króna. Sam­kvæmt samn­ingn­um var heim­ilt að fram­lengja hann um tvö ár til viðbótar. Það er fram á þetta ár. Tekin var ákvörðun um það af hálfu Evrópusambandsins að bjóða rekstur Evrópustofu ekki út á nýjan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert