Vanhæf og víkur í Samherja-máli

mbl.is/Ernir

Þórunn Guðmundsdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, mun ekki tjá sig um orð Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að stjórnendur Seðlabankans eigi að sæta ábyrgð, en mál Seðlabankans á hendur stjórnendum Samherja hefur verið fellt niður.

„Ég er búin að láta bankaráðið vita að ég er vanhæf í þessu máli og mun víkja sæti þegar þetta kemur upp á fundi bankaráðs. Samherji er viðskiptavinur lögmannsstofu minnar og þó ég hafi aldrei unnið fyrir fyrirtækið mun ég víkja og ekki fjalla um málið,“ segir Þórunn en hún á hlut í lögmannsstofunni Lex.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, var ekki í aðstöðu til að tjá sig um orð Þorsteins, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert