Hefur mikil áhrif á tíu byggðarlög

Sigurður Ingi Jóhansson sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhansson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu byggðarlög verða fyrir miklum áhrifum vegna viðskiptabanns Rússa að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um áhrif bannsins á íslenskar sjávarafurðir.

Skýrslan var unnin að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en um hana er fjallað og rætt við ráðherra vegna málsins í Morgunblaðinu í dag.

Byggðarlögin tíu sem verða fyrir mestum áhrifum vegna bannsins eru Þórshöfn, Raufarhöfn, Vopnafjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Höfn, Vestmannaeyjar, Snæfellsbær og Garður en í skýrslunni kemur jafnframt fram að áætlað tekjutap sjómanna og landverkafólks hjá sjávarútvegsfyrirtækjum verði á bilinu frá 990 milljónum til 2.550 milljóna króna á einu ári vegna bannsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert